Þættirnir

Hér má skoða stiklur, stutta samantekt, lista yfir viðmælendur og þær kvikmyndir sem birtast í hverjum þætti.

01: LÖNG FÆÐING

TÍMABIL: 1906-1958 | Í fyrsta þætti er fjallað um þær bíómyndir sem gerðar eru frá fyrri hluta tuttugustu aldar fram undir lok sjötta áratugarins ásamt helstu heimildamyndum þessara tíma.

02: ÍSLENSKA KVIKMYNDAVORIÐ

TÍMABIL: 1962-1984 | Í öðrum þætti er sagt frá þeim kvikmyndum sem kenndar eru við íslenska kvikmyndavorið svokallaða, sem og aðdraganda þessa tímabils.

03: VORHRET Á GLUGGA

TÍMABIL: 1985-1990 | Þriðji þáttur fjallar um seinni hluta níunda áratugarins þegar áhorfendur voru ekki eins fúsir og áður að koma í bíó, einungis vegna þess að myndin var íslensk. Voru fyrirheitin sem íslenska kvikmyndavorið gaf að gufa upp?

04: RÖDD Í HEIMSKÓR KVIKMYNDA

TÍMABIL: 1991-1995 | Óskarsverðlaunatilnefning Barna náttúrunnar í upphafi tíunda áratugarins, markar tímamót í sögu íslenskra kvikmynda. Á þessum tíma komu einnig nýjir leikstjórar fram sem beindu sjónum að borgarumhverfinu og höfðuðu til unga fólksins.

05: TÍMI ÍSLENSKU KVIKMYNDASAMSTEYPUNNAR

TÍMABIL: 1996-2000 | Á síðari hluta tíunda áratugarins varð Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar hryggjarstykki íslenskrar kvikmyndagerðar og kom að framleiðslu mikils meirihluta mynda.

07: HEIMA OG HEIMAN

TÍMABIL: 2004-2008 | Á síðari helmingi fyrsta áratugarins birtast bæði rammíslenskar nútímasögur og myndir þar sem umheimurinn er áberandi á ýmsa vegu. Hvað er íslensk kvikmynd?

08: SPEGILLINN Á SAMFÉLAGIÐ

TÍMABIL: 2009-2014 | Í myndunum sem birtust undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars, kvað sér hljóðs ný kynslóð leikstjóra. Í þessum þætti er einnig fjallað um einkenni og persónur íslenskra kvikmynda og samband íslenskra áhorfenda við þær.

09: FJÖLGUN OG FJÖLBREYTNI

TÍMABIL: 2011-2019 | Á öðrum áratuginum fjölgaði íslenskum kvikmyndum mikið og undir lok hans varð einnig aukning í hópi kvenkyns kvikmyndahöfunda. Áhersla á gamanmyndir annarsvegar og dramatískar myndir hinsvegar varð skarpari en áður. Leiknar þáttaraðir urðu áberandi.

10: ÍSLENSKA KVIKMYNDASUMARIÐ?

TÍMABIL: 2011-2019 | Á öðrum áratug aldarinnar vöktu verk íslenskra leikstjóra meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr. Fjallað er um feril Sigurjóns Sighvatssonar framleiðenda í Bandaríkjunum og Baltasar Kormákur ræðir um bæði Hollywood myndir sínar og þær sem hann gerði á Íslandi á áratuginum. Að lokum er farið sérstaklega yfir stöðuna nú og horfurnar framundan.