TÍMABIL: 1906-1958 | Í fyrsta þætti er fjallað um þær bíómyndir sem gerðar eru frá fyrri hluta tuttugustu aldar fram undir lok sjötta áratugarins ásamt helstu heimildamyndum þessara tíma.
TÍMABIL: 1962-1984 | Í öðrum þætti er sagt frá þeim kvikmyndum sem kenndar eru við íslenska kvikmyndavorið svokallaða, sem og aðdraganda þessa tímabils.
TÍMABIL: 1985-1990 | Þriðji þáttur fjallar um seinni hluta níunda áratugarins þegar áhorfendur voru ekki eins fúsir og áður að koma í bíó, einungis vegna þess að myndin var íslensk. Voru fyrirheitin sem íslenska kvikmyndavorið gaf að gufa upp?
TÍMABIL: 1991-1995 | Óskarsverðlaunatilnefning Barna náttúrunnar í upphafi tíunda áratugarins, markar tímamót í sögu íslenskra kvikmynda. Á þessum tíma komu einnig nýjir leikstjórar fram sem beindu sjónum að borgarumhverfinu og höfðuðu til unga fólksins.
TÍMABIL: 1996-2000 | Á síðari hluta tíunda áratugarins varð Íslenska kvikmyndasamsteypan einskonar hryggjarstykki íslenskrar kvikmyndagerðar og kom að framleiðslu mikils meirihluta mynda.